Allt á leið til andskotans!

Ég velti fyrir mér af hverju stjórnin grýpur ekki til róttækra aðgerða, er þetta ekki akkúrat fólkið sem gjammaði hvert í kapp við annað að stjórnin yrði að grýpa til aðgerða strax? Ó jú einmitt, en það var bara áður en þau fengu tækifæri til að gera það sjálf. Af hverju hunskast þetta fólk ekki til að gera eitthvað af viti?
Þau hafa greinilega ekki getuna frekar en þeir sem áður réðu, einfalt ekki satt?

Það verða öll fyrirtæki í landinu farin á hausinn áður en stjórnarliðunum dettur eitthvað gáfulegt í hug, hvað ætli verði svo um fólkið sem heldur þessu liði uppi? fólkinu sem enn býr á Íslandi og er að reyna að bjarga sér, mín spá er sú að þeir sem hafa tækifæri á að koma sér úr landi geri það fyrr en síðar, hinir sem eftir verða eiga ekki von á góðu, skattahækkanir og álíka skemmtilegheit munu verða þeirra hlutskipti.

Ég get með engu móti skilið af hverju "alþingisliðið" gerir ekki eitthvað róttækt í málunum NÚNA, af hverju gerir þetta lið ekkert annað en mala þindarlaust daginn út og daginn inn?

Ég er sannfærð um að ef menn hættu að eyða tíma í endalaust þras og þrætur, tækist þeim mun betur að nýta það sem þeir hafa upp í hausnum á ´ser og gætu kanski bjargað einhverjum af þessum 3500 fyrirtækjum sem nú horfa fram á gjaldþrot.

Ef stjórnmálamenn bera ekki þroska til að leggja þrasið á hilluna og hvort þeir eru til hægri eða vinstri, til bjargar þjóðinni ættu þeir að halda sig heima og hafa vit á að þegja.

Frú Jóhanna ætti að gera allt sem í hennar valdi stendur til bjargar þjóðarskútunni, þjappa liðinu saman á árarnar og róa lífróður núna, en ekki bíða þangað til skútan strandar:

Jóhanna, þinn tími er kominn!


 


mbl.is 3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband