Færsluflokkur: Bloggar

Allt á leið til andskotans!

Ég velti fyrir mér af hverju stjórnin grýpur ekki til róttækra aðgerða, er þetta ekki akkúrat fólkið sem gjammaði hvert í kapp við annað að stjórnin yrði að grýpa til aðgerða strax? Ó jú einmitt, en það var bara áður en þau fengu tækifæri til að gera það sjálf. Af hverju hunskast þetta fólk ekki til að gera eitthvað af viti?
Þau hafa greinilega ekki getuna frekar en þeir sem áður réðu, einfalt ekki satt?

Það verða öll fyrirtæki í landinu farin á hausinn áður en stjórnarliðunum dettur eitthvað gáfulegt í hug, hvað ætli verði svo um fólkið sem heldur þessu liði uppi? fólkinu sem enn býr á Íslandi og er að reyna að bjarga sér, mín spá er sú að þeir sem hafa tækifæri á að koma sér úr landi geri það fyrr en síðar, hinir sem eftir verða eiga ekki von á góðu, skattahækkanir og álíka skemmtilegheit munu verða þeirra hlutskipti.

Ég get með engu móti skilið af hverju "alþingisliðið" gerir ekki eitthvað róttækt í málunum NÚNA, af hverju gerir þetta lið ekkert annað en mala þindarlaust daginn út og daginn inn?

Ég er sannfærð um að ef menn hættu að eyða tíma í endalaust þras og þrætur, tækist þeim mun betur að nýta það sem þeir hafa upp í hausnum á ´ser og gætu kanski bjargað einhverjum af þessum 3500 fyrirtækjum sem nú horfa fram á gjaldþrot.

Ef stjórnmálamenn bera ekki þroska til að leggja þrasið á hilluna og hvort þeir eru til hægri eða vinstri, til bjargar þjóðinni ættu þeir að halda sig heima og hafa vit á að þegja.

Frú Jóhanna ætti að gera allt sem í hennar valdi stendur til bjargar þjóðarskútunni, þjappa liðinu saman á árarnar og róa lífróður núna, en ekki bíða þangað til skútan strandar:

Jóhanna, þinn tími er kominn!


 


mbl.is 3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er konan með rugluna?

Árangri! My ass! Er konan í ruglinu eða er hún bara sljó?
Á meðan að fyrirtækin í landinu fara á hausinn, heimilin í upplausn og fullt af fólki búið að missa vinnuna, nauðsynjavara orðinn lúxus og ekki spurning um það á sumum heimilum hvað verður í matinn heldur verður eitthvað í matinn ?
Ég er ekki alveg að ná því hvort manneskjan er svona hrokafull eða fáfróð um ástandið í landinu sem hún er að bögglast við að reyna að stjórna.
Því miður eru allt of margir Íslendingar örvæntingafullir og niðurbrotnir eftir það sem á undan er gengið. Á meðan að margir hafa misst vinnu sína og eiga vart fyrir salti í grautinn situr Jóhanna og stjórnarliðar hennar á alþingi og grobba sig af þeim mikla árangri sem þau hafa náð, búin að byggja eitt stikki velferðarbrú, sem er hvað?

Og hvar er Steingrímur mótmælandi númer eitt?
Það heyrist vart í honum lengur, hann sem alltaf var með kjaftinn út á öxl, enda í fullri vinnu við að rífa kjaft og mótmæla öllu því sem hann var á móti, og eins og flestir vita var maðurinn á móti öllu og öllum.

Já! Guð hjálpi þjóðinni ef þetta fólk verður kosið til að stjórna landinu, þá fer allt endanlega fjandans til og ekki víst að VELFERÐABR'UIN haldi velli. Ég hef reyndar ekki trú á neinum stjórnmálaflokki á Íslandi í dag, það er sami rassinn undir öllu þessu liði, um leið og þeir hafa landað ráðherrastólnum sitja þeir sem fastast og geta ekki fretað undirbúningslaust, allt þarfa að fara í undirbúningsnefnd og svo er það einhver önnur nefnd og bla, bla. Skítblankir þingmennirnir verða nú að fá smá skotsilfur og þá  er nottla gráupplagt að búa til nefnd sem þeir svo geta sinnt eftir eigin hentugleikum.

Nei takk, ég vil ekkert af þessum flokkum sem í boði eru, þeir eru ekki að fara að gera neitt fyrir mig, spillingin og sorinn sem tröllríða þessu Guðsvolaða þjóðfélagi okkar er löngu komin langt út fyrir öll velsæmismörk.

Ég ætla svo bara að hafa slökkt á mínu sjónvarpi "sem ég er skyldug að borga af" þökk sé þeim sem stjórna, ég hef sem sé slökkt á TV mínu þegar frambjóðendurnir fara að þruma yfir okkur sauðsvörtum almúganum að ef við setjum x við þá, nú þá munum við upplifa allsnægtir og taumlausa hamingju það sem eftir er.

Mér verður flökurt við það eitt að hugsa um, KOSNINGALOFORÐ, Oj bjakk!


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband